Menu

Vikumatseðill 21.-27. nóvember

Þessa vikuna mælum við með notalegum stundum í eldhúsinu og leyfum smá jólaívafi að læðast inn á vikumatseðilinn í tilefni þess að fyrsti í aðventu er á sunnudaginn. Fiskréttur, súpa og kjötbollur í bland við heitt kakó og piparkökur hljómar einkar vel í okkar eyrum en kókómjólkin okkar góða er dásamleg sem heitt kakó og þeyttur rjómi, frystur og skorinn út með smákökuformi setur svo punktinn yfir i-ið.