Menu
Bakaðar kartöflur með rjómaostafyllingu

Bakaðar kartöflur með rjómaostafyllingu

Þessi réttur er hið fullkomna meðlæti sem hentar með fjölbreyttum mat - allt frá kjúklingi til steikarveislu. Svo má líka njóta réttarins án nokkurs annars þegar mann langar í eitthvað einfalt en gott. 

Innihald

4 skammtar
bökunarkartöflur
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
rjómaostur með grillaðri papriku og chili frá MS
nýmjólk
smjör við stofuhita
salt
pipar
Óðals Cheddar, rifinn
vorlaukur

Skref1

  • Stingið kartöflurnar með gaffli á nokkrum stöðum.
  • Bakið kartöflurnar í 200°C heitum ofni í 40-50 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
  • Leyfið kartöflunum að kólna.

Skref2

  • Þegar kartöflurnar hafa kólnað skerið þær í tvennt og takið innan úr þeim með skeið og látið í skál.
  • Bætið smjöri, sýrðum rjóma og rjómaostinum saman við og blandið öllu mjög vel saman.
  • Bætið mjólkinni saman við, smátt og smátt, þar til réttri áferð er náð.
  • Saltið, piprið og látið 1 dl af cheddar osti og vorlauk saman við blönduna.

Skref3

  • Setjið fyllinguna í kartöfluhýðið og stráið cheddarosti yfir.
  • Bakið í 180°C heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna.
  • Stráið smá vorlauk yfir og berið fram.

Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir