Menu
Blaðlaukssúpa

Blaðlaukssúpa

Dýrindis súpa - einföld, mild og góð. Dásamlegt að súpa eins og þessi eigi fastan sess í matarhjartanu manns þar sem hún er svo sannarlega hentug fyrir budduna. Uppskriftin dugar fyrir 4-6.

Innihald

4 skammtar
blaðlaukur (meðalstærð)
laukur
smjör
hveiti
vatn
grænmetiskraftur
kjúklingakraftur
sojasósa
salt
rjómi frá Gott í matinn
eggjarauður (má sleppa)

Skref1

  • Skerið blaðlauk og lauk smátt niður og látið krauma í smjöri í u.þ.b. 5 mín á lágum hita.
  • Bætið þá hveiti saman við og hrærið vel.

Skref2

  • Blandið krafti saman við ásamt vatni.
  • Sjóðið í 5-10 mín.
  • Blandið sojasósunni og salti saman við ásamt rjóma og hitið að suðu.

Skref3

  • Til að fá súpuna extra djúsí er gott að setja eggjarauður saman við súpuna í lokin – en eftir að rauðunum er blandað út í má súpan ekki sjóða!
  • Ég mæli með að þið prófið það.
  • Berið svo súpuna fram með góðu brauði og smjöri.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir