Menu

Vikumatseðill 20. - 26. júní

Sumarið er tíminn til að gera vel við sig í mat og drykk og þá er líka tilvalið að gefa sér meiri tíma til að velja og prófa nýjar og spennandi uppskriftir. Matseðill vikunnar er svo sannarlega ekki af verri endanum og má finna rétti á borð við risarækju taco, kjúklingarétt með rjómaostasósu, bláberjaís, lúxusborgara með laukhringjum og Dala hring og dásamlegar granólaskálar með grískri jógúrt.