Menu
Granólaskálar með grískri jógúrt

Granólaskálar með grískri jógúrt

Þessar sniðugu og fallegu granólaskálar eru fullkomnar fyrir helgarmorgunmatinn og brönsinn en þær eru allt í senn fallegar, hollar og dásamlega góðar. Sniðugt er að útbúa skálarnar með smá fyrirvara og þá er bara skella smá grískri jógúrt ofan í, skreyta og bera fram.

Innihald

12 skammtar
hafrar
kókosmjöl
heslihnetur, muldar
kókosolía
hlynsíróp
smá salt
Léttmáls grísk jógúrt með súkkulaðiflögum, 360 g
hnetusmjör
bláber

Skref1

  • Stillið ofn á 150°c.
  • Setjið öll þurefnin saman í skál, bræðið kókosolíuna og blandið saman við ásamt hlynsírópinu og ekki gleyma smá salti.

Skref2

  • Takið muffinsform, ég nota sílikonform sem rúmar 12 kökur.
  • Setjið 1½- 2 msk. í hvert form og þrýstið niður og meðfram hliðum svo það myndast skál.
  • Bakið í ofni í 15 mín og leyfið að kólna.

Skref3

  • Hrærið aðeins í grísku jógúrtinni og setjið eina vel stóra msk. ofan í hverja skál.
  • Setjið smá hnetusmjör yfir og skerið bláber til að skreyta.
  • Geymið í kæli þangað til skálarnar eru bornar fram.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir