Menu
Bláberjaís með grískri jógúrt

Bláberjaís með grískri jógúrt

Það er fátt sem jafnast á við heimatilbúinn ís og sumarið er svo sannarlega tíminn fyrir ferskan og góðan bláberjaís. Þessi uppskrift gerir um einn og hálfan lítra og ef þið rekist á ísform í næstu verslun mælum við eindregið með að eiga þau til þegar ísinn er útbúinn. Annars má að sjálfsögðu bera ísinn fram í skálum, glösum eða á hvaða hátt sem er.

Innihald

1 skammtar
frosin bláber
sykur
sítrónusafi
egg
sykur
rjómi frá Gott í matinn
grísk jógúrt frá Gott í matinn
vanilludropar

Skref1

  • Setjið frosin bláber í pott yfir meðalháan hita ásamt 200 g af sykri og safa úr sítrónu.
  • Látið suðuna koma upp og leyfið berjunum að sjóða þar til þau verða að mauki.
  • Hrærið af og til.
  • Hellið blöndunni í aðra skál í gegnum sigti og kælið blönduna á meðan þið undirbúið ísinn.

Skref2

  • Setjið 3 eggjarauður saman í skál ásamt 3 msk. af sykri. Þeytið þar til blandan verður ljós og létt.
  • Þeytið rjóma þar til hann stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið.
  • Blandið rjómanum saman við eggjarauðurnar ásamt grískri jógúrt og vanilludropum.
  • Hrærið létt með sleif.

Skref3

  • Blandið bláberjablöndunni saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Fyrir ykkur sem viljið gera aðeins meira úr ísnum þá er hægt að stífþeyta eggjahvíturnar og blanda þeim saman við, eða nýta þær í eitthvað annað.
  • Hellið ísnum í form og frystið í að lágmarki 5 klukkustundir.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir