Menu
Fljótlegt grillað lambalæri ásamt sumarlegu meðlæti

Fljótlegt grillað lambalæri ásamt sumarlegu meðlæti

Fátt er betra á grillið en lambakjöt. Mér finnst mjög gaman að grilla lambalæri - en það er stundum erfitt að grilla, tekur drykklanga stund (sem þarf auðvitað ekki að vera slæmt) - en stundum hefur maður ekki marga klukkustundir - og þá er þessi aðferð alveg pottþétt. Bara að úrbeina lærið. 

Auðveldast er að fá kjötkaupmann til að úrbeina það fyrir sig - bara að hringja á undan sér og óska eftir því, svo einfalt er það. Það er heldur ekki svo flókið að gera það sjálfur. Krefst bara smá æfingar - góð núvitundaræfing að reyna að ná beininu frá. Í raun eru bara tvær reglur sem þarf að fylgja - vera með beittan hníf (helst úrbeiningarhníf) og svo fylgja beininu.

Innihald

5 skammtar

Grillað lambalæri:

Lambalæri
jómfrúar ólífuolía
kryddblanda að eigin vali (t.d. Yfir holt og heiðar)
grein rósmarín
þurrkað blóðberg
salt og pipar

Köld jógúrtsósa:

grískt jógúrt frá Gott í matinn
majónes
hvítlauksolía (heimagerð, auðvitað)
ferskt tímjan
ferskur graslaukur
ferskt basil
kryddblanda
hlynsíróp
safi úr einni sítrónu
salt og pipar

Kartöflusalat með pækluðum lauk:

soðnar kartöflur
grísk jógúrt frá Gott í matinn
timjan
steinselja
basil
graslaukur
salt og pipar
laukur
edik
vatn
sykur
salt

Grillað rauðkál:

lítill rauðkálshaus
jómfrúar ólífuolía
salt og pipar
skvetta af rauðvínsediki

Grillað lambalæri

  • Úrbeinið lambalærið eða fáið kjötkaupmann til að úrbeina það fyrir ykkur.
  • Nuddað lærið vandlega með jómfrúarolíu, þurrkaða kryddinu, því ferska og svo salti og pipar.
  • Látið standa út á borði á meðan grillið hitnar.
  • Brúnið lambið yfir háum hita á báðum hliðum í nokkrar mínútur og svo setjið til hliðar, frá hitanum. Þetta kallast óbein eldunaraðferð.
  • Stingið hitamæli í þykkasta bita kjötsins til að geta fylgst með.
Grillað lambalæri

Köld jógúrtsósa

  • Setjið jógúrt, majónes, hlynsíróp og hvítlauksolíu í skál og hrærið vandlega saman.
  • Hakkið allar kryddjurtirnar og hrærið saman við ásamt salti og pipar.
  • Látið standa á borði svo að öll brögðin nái að kynnast.
  • Ef þið gerið sósuna nokkrum stundum áður - geymið hana í kæli en takið út 30 mínútum áður.
Köld jógúrtsósa

Kartöflusalat með hraðpikkluðum lauk

  • Sjóðið kartöflurnar þangað til þær verða mjúkar í gegn. Látið þær kólnaSíðan fengu þær að kólna.
  • Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið í skál.
  • Blandið saman jógúrtinni, kryddjurtunum, salt og pipar.
  • Skerið laukinn í sneiðar.
  • Blandið saman ediki, sykri, vatni og salti. Sjóðið saman, kælið og hellið yfir laukinn.
  • Skerið því næst pæklaða laukinn niður og blandaði vandlega.
  • Svo er bara veisla.
  • Grillveisla!
Kartöflusalat með hraðpikkluðum lauk

Grillað rauðkál

  • Skerið rauðkálið í rúmlega sentimeters þykkar sneiðar.
  • Hellið jómfrúarolíu yfir ásamt salti og pipar.
  • Grillið.
  • Setjið á disk og saltið aðeins meira.
  • Skvettið smá ediki yfir.
Grillað rauðkál

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson