Menu
Kjúklingaréttur með rjómaostasósu, beikoni og cheddar

Kjúklingaréttur með rjómaostasósu, beikoni og cheddar

Það þarf svo sannarlega ekki að vera flókið að elda góðan mat og þið finnið varla einfaldari kjúklingarétt en þennan! Fljótleg og þægileg matreiðsla með fáum innihaldsefnum en útkoman upp á tíu.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur
rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
majones
stökkar beikonsneiðar, skornar í bita
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn

Meðlæti

ferskt salat

Aðferð

  • Blandið rjómaosti, majonesi, beikoni og helming af cheddar ostinum saman í skál.
  • Látið kjúklingabringur í eldfast mót og þekið með rjómaostablöndunni.
  • Stráið afganginum af cheddar ostinum yfir allt og eldið í 175°C heitum ofni í um 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  • Berið fram með fersku salati.
Aðferð

Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir