Menu
Ómótstæðilegt risarækju taco

Ómótstæðilegt risarækju taco

Ef ykkur langar í eitthvað sumarlegt og létt er þetta rækjutaco sannarlega eitthvað sem færir ykkur sumar í hjartað hvort sem þið eruð stödd í rigningar- eða sólarhluta landsins. 

Innihald

4 skammtar

Risarækjutaco

risarækjur
grillolía að eigin vali
8-10 litlar vefjur
avókadó
mangó
rauð paprika
rauðlaukur
ferskur kóríander, saxaður

Kóríandersósa

sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
lime (safinn)
ferskur kóríander, saxaður
hvítlauksrif, rifið
salt
pipar

Skref1

  • Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangs grillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
  • Pískið hráefni í kóríandersósu saman í skál og geymið fram að notkun.

Skref2

  • Grillið risarækjurnar á heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn.
  • Ef þið hafið ekki tök á að grilla rækjurnar má að sjálfsögðu steikja þær á pönnu.

Skref3

  • Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál.
  • Hitið vefjurnar og setjið vefjurnar saman eftir hentugleika.
  • Svo er bara að njóta matarins.
Skref 3

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir