Menu

Vikumatseðill 7.-13. ágúst

Við höldum áfram að færa ykkur sumarlegar uppskriftir á nýjum vikumatseðli og uppskriftirnar eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Grillaður lax, eggjakaka í ofni, kjúklinga burrito, pizza með sveppum og rabarabaraís er meðal þess sem finna má á seðli vikunnar og við vonum að þið finnið eina uppskrift eða tvær til að prófa.