Menu
Bakaður Dala Brie með pekanhnetum

Bakaður Dala Brie með pekanhnetum

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi útfærsla klikkar aldrei - svo einföld og ótrúlega góð.

Innihald

1 skammtar
Dala Brie
hlynsíróp
púðursykur
cheyenne pipar
pekanhnetur, gróft saxaðar

Aðferð

  • Síróp, sykur og pipar er sett saman í pott og hitað þar til sykurinn leysist upp og þá má hræra hnetunum saman við.
  • Gott er að baka ostinn í eldföstu móti á meðan við 180°C í um 12 mínútur. Hella síðan hnetu- og sírópsbráðinni yfir ostinn og njóta með góðu kexi eða brauði.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir