Menu
Rabarbaraís með hvítu súkkulaði og kexmulningi

Rabarbaraís með hvítu súkkulaði og kexmulningi

Nú er fyrsta uppspretta rabarbarans að skila sér og mér persónulega finnst alltaf mjög gaman að prófa mig áfram með rabarbarann. Það er hægt að leika sér endalaust með hann og að þessu sinni ákvað ég að gera úr honum dýrindis ís.

Innihald

1 skammtar

Rabarbaramauk

rabarbari
sykur

Kex

smjör
sykur
hveiti

Súkkulaði ganache

hvítt súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn

Ís

rjómi frá Gott í matinn
niðursoðin mjólk (condensed milk)
vanilludropar

Rabarbaramauk

  • Stillið ofn á 180°C.
  • Skerið rabarbarann gróflega niður í eldfast mót og stráið sykri yfir.
  • Setjið álpappír yfir og inn í ofn í 20-30 mín.

Kex

  • Setjið hráefnin saman í skál og blandið saman með höndunum.
  • Setjið deigið á ofnplötu klædda bökunarpappír.
  • Gerið bara litla bita og dreifið yfir plötuna, hér þarf enga nákvæmni.
  • Setjið inn í ofn með rabarbaranum og bakið í u.þ.b. 15 mín.
  • Takið síðan rabarbarann og kexið út og leyfið að kólna.

Súkkulaði ganache

  • Súkkulaði og rjómi sett saman í skál og brætt saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.

Ís

  • Setjið rjóma, niðursoðnu mjólkina og vanilludropa saman í hrærivél og hrærið þangað til blandan er léttþeytt, heldur formi en ekki líkt og stífþeyttur rjómi. Blandið þá rabarbaramaukinu saman við, gott er að skilja um 2-3 msk. eftir til að setja ofan á ísinn í lokin.

Samsetning á rabarabaraís

  • Takið helming af ísnum og setjið í form eða box með loki og dreifið vel úr honum.
  • Hellið þá súkkulaðinu yfir ísinn og dreifið aðeins úr því.
  • Þá takið þið helminginn af kexinu og brjótið niður í u.þ.b. munnbita og dreifið yfir ísinn.
  • Þá er restin af ísnum sett í formið og kexinu dreift þar yfir ásamt afganginum af rabbabaramaukinu sem fallegt er að dreifa úr með hníf eða prjón til að fá smá áferð í ísinn.
  • Setjið lokið á boxið eða plastfilmu yfir formið og setjið í frysti í minnst 4-6 tíma.
  • Þegar ísinn er borinn fram er gott að taka hann úr frysti og leyfa honum að þiðna í 20-25 mín.
Samsetning á rabarabaraís

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir