Menu

Vikumatseðill 26. júní - 2. júlí

"Það hvessir, það rignir, en það styttir alltaf upp og lygnir," segir í fallegu íslensku dægurlagi sem við þekkjum ansi mörg. Það er ágætt að minna sig á að veðrið er bara eins og það er og við verðum bara að dansa í takt og láta það ekki á okkur fá. Það er alltaf rjómablíða í eldhúsinu og upplagt að útbúa góðan, sumarlegan og litríkan mat og njóta með fjölskyldunni.