Einstaklega ferskt og gott pastasalat sem tekur um 15 mínútur að útbúa. Frábært til þess að taka með sér í ferðalagið, nú eða bjóða upp á í góðra vina hópi á pallinum í sumar eða í næsta barnaafmæli. Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja eitthvað annað sem þér þykir gott saman við eins og t.d. litla tómata.
| pastaskrúfur | |
| túnfiskur | |
| avocado, mjúk | |
| • | safi úr einni sítrónu |
| rauðlaukur | |
| hvítlauksrif | |
| grísk jógúrt frá Gott í matinn | |
| sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn | |
| dijon sinnep | |
| fersk steinselja | |
| • | salt og pipar |
| sítrónupipar | |
| chili flögur |
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir