Menu
Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja og pekanhnetu salsa

Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja og pekanhnetu salsa

Smáréttur fyrir 4-6

Innihald

4 skammtar
Dala Höfðingi
lítill bakki jarðarber
ristaðar og saxaðar pekanhnetur
góð handfylli ferskt basil
balsamikedik
hunang
Svartur nýmalaður pipar

Skref1

  • Skerið jarðarberin smátt ásamt basil og setjið í skál.
  • Bætið rest af hráefnum út í og hrærið aðeins saman.
  • Smakkið til með svörtum pipar og e.t.v hunangi ef þarf. Setjið til hliðar.

Skref2

  • Hitið grill við meðalhita.
  • Leggið ostinn beint á grillið.
  • Lokið grillinu og grillið ostinn í um 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er mjúkur í gegn.

Skref3

  • Færið ostinn varlega yfir á lítið fat, toppið með jarðarberja salsa og berið fram strax með ristuðu baguette eða kexi.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir