Mánudagur – Ofnbakaður fiskur með rjómaosti og eplum
Þriðjudagur – Snickers grautur
Miðvikudagur – Kjúklinga enchiladas
Sumardagurinn fyrsti – Sítrónu skyrkaka með blönduðum berjum
Föstudagur – Ómótstæðileg ostapizza
Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og þó að það sé kannski ekki alveg komið sumar hér á klakanum getum við mögulega sagt að það sé komið vor. Við heilsum nýrri árstíð með spennandi uppskriftum og vonum að þið njótið vikunnar með fjölbreyttum og góðum mat.