Menu
Snickers grautur

Snickers grautur

Orkuríkur snickers grautur sem svíkur engan! Mér finnst snilld að byrja annasama daga á þessum graut ef mig vantar orku sem dugir mér lengi. Þegar ég geri hann fyrir krakkana mína þá sleppi ég einfaldlega próteinduftinu eða set smá kakó á móti haframjölinu.

Innihald

1 skammtar
haframjöl
súkkulaðiprótein
Hleðsla, kolvetnaskert

Toppur

hnetusmjör

Súkkulaði

kókosolía
kakó
hunang eða önnur sæta

Aðferð

  • Blandið haframjöli, próteindufti og Hleðslu saman í glas eða krukku.
  • Best er að láta þetta standa yfir nótt en það má líka láta grautinn bíða á borði í um hálftíma.
  • Setjið hnetusmjör yfir og loks súkkulaðið sem búið er til með því að blanda saman bræddri kókosolíu, hunangi og kakói.
  • Sem skraut má setja nokkrar salthnetur ofan á en athugið að það er ekki gert ráð fyrir hnetunum í næringargildunum hér fyrir neðan.
  • Ég hef stundum gert einn svona graut og sett hann í tvær litlar skálar sem eftirrétt fyrir krakkana mína, þau elska þetta.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í einum skammti: Kolvetni: 38,5 g - Prótein: 36,5 g - Fita: 18,9 g - Trefjar: 5,1 g.
  • Ath - salthneturnar eru valfrjálsar, þær eru ekki inni í heildar macros tölunum.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða snickers grautur.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga