Menu
Sítrónu skyrkaka með blönduðum berjum

Sítrónu skyrkaka með blönduðum berjum

Þessi skyrkaka er bæði fljótleg og fersk þar sem Ísey skyr með vanillu, þeyttur rjómi og sítróna eru í aðalhlutverkum og berin setja punktinn yfir i-ið. Berjunum er raðið svo þau myndi íslenska fánann og þannig fáum við þjóðlega og skemmtilega stemningu á veisluborðið.

Innihald

1 skammtar
heilhveiti- eða hafrakex eftir smekk
bráðið smjör
rjómi frá Gott í matinn
vanilludropar
flórsykur
sítróna
Ísey skyr vanillu
fersk jarðarber
bláber

Skref1

  • Myljið kexið í matvinnsluvél og bræðið smjörið.
  • Blandið saman í skál og hellið í eldfast mót.
  • Þrýstið niður í botninn og aðeins upp á kanta.
  • Áferðin á að minna á blautan sand.

Skref2

  • Stífþeytið rjómann með vanillunni og flórsykrinum.
  • Raspið börkinn af sítrónunni saman við og kreistið safann úr sítrónunni saman við rjómann.
  • Setjið skyrið saman við rjómablönduna og hrærið varlega saman með sleikju.
  • Takið frá um 2 dl af fyllingunni og smyrjið restinni yfir kexbotninn.

Skref3

  • Skerið jarðarberin smátt og raðið þeim í fánakross yfir fyllinguna.
  • Setjið það sem þið tókuð frá af fyllingunni í sprautupoka og sprautið litlar doppur meðfram jarðarberjunum.
  • Raðið því næst bláberjunum í ferninga og ljúkið þannig við íslenska fánann.
  • Látið kökuna taka sig í nokkra tíma í kæli og njótið síðan með ykkar allra besta fólki.
Skref 3

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal