Menu
Ofnbakaður fiskur með rjómaosti og eplum

Ofnbakaður fiskur með rjómaosti og eplum

Mánudagsfiskurinn tekinn upp á næsta stig. 

Innihald

1 skammtar
smjör til steikingar
fiskur, t.d. ýsa eða þorskur
grænt epli
rauðlaukur
rauð paprika
græn paprika
gulrætur
rjómaostur frá Gott í matinn
karríduft (1-2 msk)
salt og pipar
rifinn ostur, t.d. Gratín ostur

Aðferð

  • Hitið ofninn í 190°C.
  • Hitið smjör á pönnu við vægan hita, skerið grænmetið smátt og steikið í 2-3 mínútur. Bætið rjómaostinum við og kryddið með karríi, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og leyfið þessu að malla við vægan hita í fimm mínútur. Skolið fiskinn vel og raðið honum í eldfast mót. Hellið grænmetisblöndunni yfir og sáldrið að endingu rifnum osti út á réttinn. Bakið við 190°C í um 25-30 mínútur.
  • Berið fiskréttinn fram með hrísgrjónum og fersku salati. 

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir