Menu

Vikumatseðill 30. maí - 5. júní

Senn líður að lokum maímánaðar og við tökum fagnandi á móti júní sem mun vonandi færa okkur sólardaga og sælkeramat. Að þessu sinni mælum við sérstaklega með sumarlegu salati með grillosti, morgunverðarvöfflum og steikarsalati með Stóra Dímon og grilluðum maís og hvetjum ykkur eindregið til að bjóða fjölskyldunni upp á nýja og spennandi rétti.