Menu

Vikumatseðill 20.-26. mars

Við getum örugglega mörg sammælst um það að margar af okkar eftirlætisstundum tengjast mat enda er fátt skemmtilegra en að borða góðan mat með góðu fólki. Við þurfum ekki alltaf að blása til veislu eða standa í stórræðum og mælum sérstaklega með að bjóða gestum í mánudagsfisk, þriðjudagsvefjur, miðvikudagspasta eða föstudagsborgara. Taktu af skarið og bjóddu góðu fólki í mat í vikunni.