Menu
Tortillavefjur með avocado sósu

Tortillavefjur með avocado sósu

Afar fljótlegur og fjölskylduvænn réttur sem er einnig prýðisgóður partýréttur.

Innihald

4 skammtar
rauðlaukur, fínsaxaður
nautahakk
niðurskornir saxaðir tómatar
reykt paprika
oreganó
salt og svartur pipar
sýrður rjómi frá Gott í matinn (1 dós)
ferskur kóríander eftir smekk
tortillakökur
rifinn mozzarella frá Gott í matinn

Avocado sósa

avocado, fullþroskað
grísk jógúrt frá Gott í matinn
límónusafi
salt

Skref1

 • Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn.
 • Bætið hakkinu saman við og brúnið.

Skref2

 • Hellið tómötunum yfir og kryddið.
 • Látið malla í um 10 mínútur.
 • Smakkið til með pipar og salti.
 • Setjið til hliðar.

Skref3

 • Steikið tortillakökurnar upp úr smá olíu.
 • Smyrjið hverja köku með 1 msk. af sýrðum rjóma og skiptið kjötsósunni niður á kökurnar.
 • Rúllið þeim upp og raðið í smjörborið eldfast mót.
 • Smyrjið kökurnar með restinni af sýrða rjómanum og sáldrið ostinum yfir.
 • Bakið við 200° þar til gullið.
 • Dreifið kóríander yfir og berið fram með avocado sósunni.

Avocado sósa

 • Setjið fyrstu þrjú hráefnin sem eiga að fara í avocado sósuna í blandara eða maukið með töfrasprota.
 • Eins má stappa avocadoið og hræra síðan saman við restina.
 • Smakkið til með salti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir