Mánudagur – Grillaður silungur og sumarlegt meðlæti
Þriðjudagur – Ískaffi með vanillubragði
Miðvikudagur – Snittur með mozzarella
Fimmtudagur – Ostastangir með Grillosti og sítrónudressingu
Föstudagur – Piparosts- og beikonborgari
Nýr vikumatseðill er sérstaklega sumarlegur í þetta skiptið enda tilvalið að prófa nýjar uppskriftir þegar frítíminn er meiri. Grillveislur, útilegur, ferðir í bústaðinn og notalegheit heima við hreinlega kalla á eitthvað gott í matinn og hver veit nema þú finnir eitthvað nýtt og spennandi á seðli vikunnar.