Menu
Ískaffi með vanillubragði

Ískaffi með vanillubragði

Ískaffi er svalandi og hressandi kaffidrykkur "frappó" sem er einfalt og fljótlegt að útbúa. Vanillublandan gefur kaffidrykknum gott sætubragð með mildum keim af vanilluís. Þessi svalandi kaffidrykkur gleður bragðlaukana og umbreytir hversdagsleikanum í eitthvað annað og meira. 

Innihald

1 skammtar
ísmolar
sterkt kaffi
Vanillublanda

Aðferð

  • Veldu þér fallegt glas sem hæfir tilefninu.
  • Fylltu glas af ísmolum
  • Helltu sterku kaffi í glasið þannig að það fylli um 2/3 hluta þess. Kaffið má vera kalt eða volgt.
  • Fylltu glasið upp með Vanillublöndu.
  • Hrærðu og njóttu svalandi og hressandi kaffidrykkjar.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir