Menu
Ómótstæðilegur lemon curd búðingur

Ómótstæðilegur lemon curd búðingur

Hér er á ferðinni ómótstæðilegur lemon curd búðingur eða sítrónubúðingur sem upplagt er að bjóða upp á í sumar og í raun bara allan ársins hring. Rétturinn er fljótlegur og feykilega góður svo nú er bara að prófa!

Innihald

3 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
hreinn rjómaostur frá MS
lemon curd (sítrónusmjör)
vanilluduft
flórsykur

Toppur

jarðarber

Aðferð

  • Þeytið rjómann og geymið í smá stund.
  • Hrærið lemon curd og rjómaost þar til það hefur blandast vel saman.
  • Bætið flórsykri og vanillu saman við og hrærið áfram.
  • Blandið þeytta rjómanum varlega saman við með sleif.
  • Látið í skálar eða litlar krukkur.
  • Geymið í kæli þar til borið er fram og skreytið með berjum rétt áður.
Aðferð

Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir