Menu
Snittur með mozzarella

Snittur með mozzarella

Einstaklega einfaldar og ljúffengar snittur sem henta vel sem forréttur eða smáréttur á veisluborðið eða í saumaklúbbinn, nú eða bara sem léttur kvöldmatur þegar þannig liggur á þér. 

Innihald

20 skammtar
stórt snittubrauð
hvítlauksrif
Mozzarellaperlur í dós (180 g)
kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
fersk basilíka, handfylli
rauðlaukur, smátt saxaður
balsamikgljái
ólífuolía
salt og pipar

Skref1

  • Skerið snittubrauðið niður í 20-25 sneiðar.
  • Smyrjið ofnskúffu vel með virgin ólífuolíu, raðið sneiðunum þar á og penslið einnig vel af ólífuolíu yfir þær, bakið við 200°C í um 5 mínútur eða þar til sneiðarnar fara að gyllast.
  • Raðið þeim þá á disk, nuddið hvítlauksrifi yfir hverja sneið og geymið þar til annað er tilbúið.

Skref2

  • Klippið niður handfylli af ferskri basilíku.
  • Hrærið saman mozzarellaperlum, tómötum, basilíku og svolítið af ólífuolíu. Kryddið til með salti og pipar.
  • Setjið vel af blöndu á hverja brauðsneið og "drisslið" síðan balsamikgljáa yfir að lokum.
Skref 2

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir