Menu
Ostastangir með Grillosti og sítrónudressingu

Ostastangir með Grillosti og sítrónudressingu

Hinn fullkomni partýréttur sem er líka frábær sem meðlæti, smáréttur eða sem gott kvöldsnarl. Þessar ostastangir eru bæði einfaldar og ómótstæðilegar sem gerist varla betra? Sítrónudressingin setur síðan punktinn yfir i-ið. Grillosturinn frá Gott í matinn er í anda Halloumi og hentar frábærlega á grillið, pönnuna eða í ofninn.

Innihald

20 skammtar

Ostastangir:

Grillostur frá Gott í matinn (260g)
hveiti
chillikrydd
salt
matarolía til steikingar

Sítrónudressing:

grísk jógúrt frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
sítrónusafi
rifinn sítrónubörkur
chillikrydd
söxuð sítrónumelissa (má sleppa)
salt og pipar

Ostastangir með Grillosti

  • Skerið Grillostinn í lengjur.
  • Blandið þurrefnunum saman í skál og veltið ostastöngunum vel upp úr blöndunni.
  • Hitið olíu í djúpum potti og djúpsteikið síðan ostinn við meðalháan hita þar til stangirnar verða gylltar að utan. Lyftið honum þá upp úr og yfir á pappír til að olían leki vel af þeim.
  • Berið ostastangirnar fram heitar með sítrónudressingu.

Sítrónudressing

  • Blandið öllu saman í skál og berið fram með ostastöngunum.
Sítrónudressing

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir