Menu
Grillaður silungur og sumarlegt meðlæti

Grillaður silungur og sumarlegt meðlæti

Með þessari uppskrift mælum við með kúskússalati með fetaosti og sítrussósu. Uppskriftina finnið þið hér.

Innihald

1 skammtar

Grillaður silungur:

skallottulaukar, fínsaxaðir
hvítlauksrif, fínsaxað
sólkysstir tómatar, smátt saxaðir
grænar ólívur, skornar í þunnar sneiðar
kapers, skolað og saxað
paprikukrydd
Safi og börkur af 1 sítrónu
silungur í flökum eða lax
Salt og svartur pipar
fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn eða meira eftir smekk
Ólífuolía
Handfylli af ferskri saxaðri steinselju

Grillað grænmeti á teini:

paprikur, skornar í bita
lítill kúrbítur, skorinn langsum í örþunnar sneiðar
kokteiltómatar
Salt
Örlítið þurrkað timian
Ólífuolía
grillpinnar

Grillaður silungur

  • Blandið sjö fyrstu hráefnunum saman í skál.
  • Leggið silungsflökin á álpappír.
  • Saltið vel og piprið.
  • Dreifið blöndunni yfir flökin og sáldrið svo fetaosti og steinselju yfir.
  • Dreypið að lokum smá ólífuolíu yfir.
  • Grillið á heitu grilli eða bakið í ofni við 220° í um 10-15 mínútur.

Grillað grænmeti á teini

  • Leggið grillpinnana í bleyti.
  • Raðið síðan grænmetinu upp á.
  • Saltið og dreypið ólífuolíu og smá timíani yfir.
  • Grillið á heitu grilli þar til meyrt.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir