Menu

Vikumatseðill 17.-23. nóvember

Kuldinn bítur kinnar þessa dagana og þá er fátt betra en að gæða sér á góðum mat í hlýjunni heima. Matseðillinn okkar er sérstaklega fjölbreyttur þessa vikuna og þar má finna fiskrétt, grænmetisrétt, kjötrétt og súpu. Föstudagspizzan er á sínum stað og svo mælum við sérstaklega með að skella í ljúffengt kryddbrauð um helgina og njóta með smjöri og osti, já og mögulega heitu súkkulaði eða góðum kaffibolla.