Menu
Fiskréttur með eplum, mangó chutney og rjómaosti

Fiskréttur með eplum, mangó chutney og rjómaosti

Afskaplega vinsæll og ljúffengur fiskréttur sem sómir sér vel í hvaða veislu sem er þó ég segi sjálf frá. Þessi hefur meira að segja stundum verið gerður fyrir jólaboð í minni fjölskyldu þegar allir eru komnir með leið á stórsteikum og slær alltaf í gegn.

Innihald

1 skammtar
ýsa, þorskur eða annar hvítur fiskur skorinn í bita
rækjur (má sleppa)
gulrætur
púrrulaukur
rauð paprika
græn paprika
grænt epli
smjör
gott karríduft
Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
mangó chutney
Rifinn bragðmikill ostur, t.d. Óðalsostur
Paprikuduft, salt og pipar

Skref1

 • Skerið fiskinn í passlega bita og kryddið með salti og pipar, leggið til hliðar.

Skref2

 • Saxið grænmetið og eplið í frekar smáa bita.
 • Hitið pönnu á meðalhita og bræðið smjörið.
 • Steikið grænmetið í smjörinu þar til það mýkist aðeins (geymið eplabitana).
 • Bætið karríduftinu saman við og steikið það með í 1-2 mínútur.
 • Bætið rjómaostinum, sýrða rjómanum og mangó chutney út á pönnuna og bræðið þetta saman. Þynnið með örlitlu vatni ef ykkur finnst þetta of þykkt, en athugið að það kemur líka vökvi úr fiskinum þegar hann eldast.
 • Dreifið eplunum og rækjunum yfir og hrærið saman.
 • Smakkið til með salti og pipar.
 • Leggið svo fiskinn ofan á sósuna og grænmetið og leyfið þessu að malla þar til fiskurinn er nánast eldaður í gegn.

Skref3

 • Stráið osti yfir ásamt smá paprikudufti og stingið inn í ofn undir grill í 5 mínútur eða þar til osturinn er gullinnbrúnn.
 • Stráið yfir saxaðri steinselju og berið fram með góðu salati og brauði eða hrísgrjónum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir