Menu

Vikumatseðill 9.-15. janúar

Nú eru flestir að komast í góða rútínu eftir hátíðarnar og þá er upplagt að gæða sér á góðum mat með fjölskyldunni. Uppskriftir vikunnar eru fjölbreyttar og eiga það sameiginlegt að vera fljótlegar og einstaklega bragðgóðar. Við mælum sérstaklega með nýrri uppskrift að dásamlegum kotasælubollum, heitri rjómaostaídýfu til að njóta yfir landsleik íslenska handboltalandsliðsins á fimmtudaginn og svo er tilvalið að skella í heilan kjúkling í potti á laugardaginn en þar er það án efa ljúffeng sveppasósan sem setur punktinn yfir i-ið.