Menu

Vikumatseðill 19.-25. desember

Jólaandinn svífur yfir matseðli vikunnar og við erum komin í sannkallað hátíðarskap. Þessa vikuna ætlum við að gæða okkur á bleikju í sparifötunum, græja jólaísinn, borða létta og ljúffenga skyrskál, skella í pottþétta Þorláksmessupizzu og hringja svo inn jólahátíðina með alls kyns kræsingum. Njótið vikunnar og gleðileg jól. 🎄