Menu
Súkkulaði frómas

Súkkulaði frómas

Margir tengja frómas við jólin hér á landi, dásamlegir, léttir og bragðgóðir eftirréttir að þessu sinni með súkkulaði og kaffi yfirbragði. Jóla klassík á mínu heimili. Uppskriftin dugar fyrir 6-8 manns.

Innihald

6 skammtar
egg
sykur
rjómi frá Gott í matinn
sterkt kaffi
súkkulaði
matarlímsblöð

Skref1

  • Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni.
  • Þeytið egg og sykur þangað til létt og ljóst í einni skál og rjómann í annarri.
  • Saxið niður súkkulaðið smátt og hellið upp á einn kaffibolla.

Skref2

  • Blandið súkkulaðinu saman við eggin og sykurinn og hrærið saman.
  • Mælið þá 100 ml af kaffi, hristið kalda vatnið af matarlímsblöðunum og blandið saman við heitt kaffið.
  • Þá er rjómanum blandað rólega saman við eggjablönduna og kaffinu bætt við í lokin sem hefur fengið að kólna lítillega, gott er að setja eina matskeið í einu og hræra á milli svo kaffið bræði ekki rjómann.

Skref3

  • Setjið frómasinn í eina stóra skál eða nokkrar minni og kælið í minnst 3-4 tíma.
  • Skreytið að vild áður en frómasinn er borinn fram.
Skref 3

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir