Menu
Sterk og seðjandi mexíkósk kjúklingasúpa

Sterk og seðjandi mexíkósk kjúklingasúpa

Hér er á ferðinni afar góð og matarmikil súpa, litrík og sterk, með ýmsu grænmeti, kryddum og kjöti.

Með henni er gott að bera fram ofnbakaðar tortillur með salsa sem gott er að dýfa í heita súpuna, sjá uppskrift hér.

Innihald

4 skammtar
beikonsneiðar, skornar í bita
kjúklingabringa, skorin í bita
sjávarsalt og svartur pipar
rauð paprika, skorin í bita
lítill rauðlaukur, skorinn í bita
jalapeno eða 1 grænt chili, fræhreinsað og fínsaxað
hvítlauksrif, fínsöxuð
vatn og 1,5 stk. kjúklingakraftsteningur
sæt kartafla
maísbaunir
rjómi
lárviðarlauf
cayennepipar
kóríander, fínsaxað

Meðlæti

Ofnbakaðar tortillur með salsa
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Límónusneiðar
Rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Steikið beikonið í potti. Leggið til hliðar á eldhúsblað.
  • Saltið og piprið kjúklingabitana og brúnið í sama potti. Setjið til hliðar.

Skref2

  • Steikið papriku og rauðlauk í stutta stund.
  • Látið jalapeno/chili og hvítlauk saman við og steikið í 1 mínútu.

Skref3

  • Setjið vatn og teninga saman við sem og kartöflubita.
  • Látið malla á vægum hita undir loki í 10 mínútur. Gott að hræra í af og til.

Skref4

  • Bætið út í kjúklingabitum, maísbaunum, rjóma, lárviðarlaufi, cayennepipar og kóríander. Látið malla í 15 mínútur.
  • Hendið þá lárviðarlaufinu.

Skref5

  • Hellið súpunni í skálar.
  • Berið fram með sýrðum rjóma, beikoni, rifnum osti, límónusneiðum og tortillum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir