Menu
Ofnbakaðar tortillur með salsa

Ofnbakaðar tortillur með salsa

Frábær partýréttur sem allir elska.

Innihald

4 skammtar
tortillakökur
tómatar, kjarnhreinsaðir og saxaðir
vorlaukar, fínsaxaðir
kóríander, fínsaxað
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn

Aðferð

  • Stillið ofninn á 200° og skerið hvora tortillu í 6-8 sneiðar.
  • Blandið saman í skál tómötum, kóríander og vorlauk.
  • Leggið tortillasneiðarnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Sáldrið osti yfir þær og dreifið salsanu jafnt yfir. Bakið þar til osturinn er bráðinn og gullinn.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir