Menu
Smashburger salat

Smashburger salat

Þetta salat kom alveg ótrúlega á óvart. Þetta er smá tilbreyting við Smashburger taco réttinn en þetta bragðast nánast eins og McDonald's, sósan passar því líka frábærlega vel á hamborgara.

Innihald

4 skammtar

Salatið

nautahakk
litlir tómatar
jöklasalat (iceberg)
laukur
súrar gúrkur
gúrka
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn

Sósan

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn (180 g)
sætt sinnep (gult) 30 g
tómatsósa 30 g
súrar gúrkur, fínt saxaðar
salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Aðferð

  • Innihaldið í salatið fer algjörlega eftir smekk en ég myndi segja að 500 g af nautahakki væri hæfilegt magn fyrir 3-4 einstaklinga.
  • Ég skar fínt niður kálið, laukinn, tómatana, gúrkurnar og súru gúrkurnar.
  • Nautahakkið steikt og kryddað með salti og pipar og smá hamborgarakryddi, það svo látið kólna örlítið á meðan sósan er útbúin.
  • Öllum innihaldsefnunum í sósuna er blandað saman í skál.
  • Uppskriftin er einföld en ég mæli alveg með því að tvöfalda hana, hún er ótrúlega góð.
  • Ég raðaði svo salati í hverja skál eftir smekk, setti cheddar ost yfir og að lokum smashburger sósuna.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda fyrir sósuna með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 6,2 g - Prótein: 2,9 g - Fita: 6,5 g - Trefjar 0 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Smashburgertaco sósa.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga