Menu
Próteinríkar brauðstangir

Próteinríkar brauðstangir

Þessar brauðstangir er sniðugt að gera um leið og próteinpizzan er bökuð, krökkunum mínum finnst þær æðislegar og ómissandi með föstudags pizzunni. Ég nota sama deig og í próteinpizzuna. Það er hægt að kaupa brauðstangakrydd í Ikea og fleiri stöðum, svo er líka hægt að búa það til. Þessi uppskrift dugar í 10 brauðstangir.

Innihald

1 skammtar

Brauðstangir

hveiti
hreint Ísey skyr
lyftiduft
egghvíta til penslunar, eða egg
brauðstangakrydd

Brauðstangakrydd

salt
hvítlaukskrydd
óregangó
paprika
basilíka
smá svartur pipar og cayenne pipar

Aðferð

  • Setjið öll innihaldsefni í skál og hnoðið saman. Mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum.
  • Gerið kúlu úr deiginu, skiptið því í 10 parta og myndið brauðstangir.
  • Brauðstangirnar eru settar á plötu, penslaðar með eggjahvítu eða eggi og kryddaðar með brauðstangakryddi yfir og undir.
  • Bakið í 10-12 mínútur við 180 gráður.
Aðferð

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með og á hún við um tilbúna brauðstöng
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 33,3 g - Prótein: 12,2 g - Fita: 0,6 g - Trefjar: 1,3 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða brauðstangir.

Höfundur: Helga Magga