Menu
Osta hrökkbrauð (Ketó)

Osta hrökkbrauð (Ketó)

Stökkt, bragðgott og sérlega einfalt hrökkbrauð sem hentar svo sannarlega þeim sem kjósa ketó eða lágkolvetnalífstílinn, en líka öllum hinum. Frábært snarl eða partýmatur og fullkomið með osta- og skinkusalati (ketó).

Innihald

4 skammtar
chiafræ
sesamfræ
graskersfræ
hörfræ
rifinn Goðdala Feykir
stórar eggjahvítur
Sjávarsalt

Skref1

 • Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.
 • Hrærið saman fræum og osti.

Skref2

 • Bætið eggjahvítum saman við og blandið vel saman.

Skref3

 • Hellið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
 • Leggið annan bökunarpappír ofan á.
 • Fletjið út í þunnt lag.

Skref4

 • Takið efri bökunarpappírinn af.
 • Stráið sjávarsalti yfir.
 • Bakið í um það bil 25 mínútur eða þar til gullinbrúnt og stökkt.

Skref5

 • Látið kólna alveg og brjótið svo niður.
 • Geymist vel í lokuðum poka í viku.
Skref 5

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir