Menu
Gulrótar- og vanillusúpa

Gulrótar- og vanillusúpa

Fagurgul gulrótarsúpa á fallegum disk, hrökk-kex með ljósgrænu mauki úr grænum ertum. Alveg svakalega gott og alveg svakalega hollt. Líka ef rjómi er bættur út í súpuna!

Innihald

4 skammtar
gulir laukar, smátt skornir (1-2 stk.)
gulrætur, frystar eða ferskar
hvítlauksrif (1-3 stk. eftir smekk)
grænmetisteningur (1-2 stk.)
salt og pipar eftir smekk
skvetta af Worchestershiresósu
vatn
appelsína, safinn kreistur úr og hýðið rifið
vanilludropar eða vanillusykur (1-2 tsk.)
rjómi frá Gott í matinn
kóríander og steinselja, eftir smekk

Skref1

 • Hitið olíu í pott.
 • Bætið laukinn saman við og svissið hann þar til hann er orðin glær.

Skref2

 • Bætið gulrótum og kartöflum við og látið þær brúnast aðeins.
 • Kryddið með krafti, worchestershiresósu, salt og pipar og hellið vatni yfir.
 • Það á að fljóta aðeins yfir þannig að bætið vatni við ef þarf.
 • Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita þar til gulrætur og kartöflur eru soðnar.

Skref3

 • Notið töfrasprota eða setjið súpuna í matvinnsluvél og maukið hana.
 • Hellið súpunni aftur í pott og bætið núna appelsínusafanum, hýðinu og vanillunni saman við.
 • Smakkið til og kryddið eftir smekk.
 • Hellið rjómanum saman við.
 • Látið malla við vægan hita þar til súpan er borin fram.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal