Menu
Gómsæt samloka með mexíkóosti

Gómsæt samloka með mexíkóosti

Samlokur þykja alltaf góðar í ferðalagið eða þegar farið er til dæmis í lautarferð. Hér er á ferðinni einföld samloka sem allir ættu að geta leikið eftir. Best er að nota heimagert baguette brauð, Sjá uppskrift hér.

Innihald

1 skammtar

Sósa:

sýrður rjómi (36%) frá Gott í matinn
salt og pipar

Sósa

chilli majónes

Fylling:

kál
steikt beikon
paprika, skorin í lengjur
mexíkóostur, skorinn í sneiðar
skinka
balsamikgljái

Aðferð

  • Skerið brauðið til helminga
  • Hrærið sýrðum rjóma og chilli majónesi saman og kryddið örlítið með salti og pipar.
  • Smyrjið sósunni á brauðið og setjið kálið yfir.
  • Skerið Mexíkóostinn og setjið yfir ásamt papriku, beikoni og skinku.
  • Sprautið balsamikedikgljáa yfir, lokið brauðinu og grillið örlítið.
  • Skerið brauðið í nokkra bita og njótið.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir