Menu
Ferskur aspas með ostasósu

Ferskur aspas með ostasósu

Réttur sem hentar sem matur á smáréttaborð, í veisluna, með grillmatnum. Ferskur aspas sem bakaður er upp í ostasósu er góður sem máltíð, forréttur eða meðlæti. Virkilega góður með ítölskum pönnukökum með osti, sjá hér.

Innihald

1 skammtar
ferskur aspas, snyrtur og endar skornir af
smjör
hveiti
mjólk
gott sinnep
worcestershire sósa
salt
svartur pipar
rifinn ostur, t.d. Óðals cheddar, parmesan eða annar góður ostur

Skref1

  • Hitið ofn í 200 gráður.
  • Raðið aspasinum á smjörpappír sem er á ofnplötu eða í eldfast mót, ekki of hátt.
  • Flott að raða honum í tvær raðir þar sem skornir endarnir lenda saman.

Skref2

  • Bakið upp sósuna; bræðið smjör, hrærið hveiti saman við smjörið í nokkrum hlutum og úr verður hveitibolla.
  • Hellið mjólk saman við í nokkrum hlutum og hrærið stanslaust, jafnt og þétt þar til úr verður hvítur jafningur, kekkjalaus og mjúkur. Tekur 2-3 mínútur og látið suðuna halda sér.
  • Kryddið.
  • Setjið rifinn ost saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn.

Skref3

  • Hellið sósunni yfir miðju aspasins og stráið smá af rifnum osti yfir.
  • Setjið í ofn í um 10 mínútur eða þar til aspasinn er eldaður í gegn og osturinn gullinn.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir