- +

Ítalskar pönnukökur með osti

Innihald:
130 g hveiti
½ tsk. salt
3 stk. egg
2½ dl vatn
ólífuolía
fínt rifinn ostur að eigin vali, t.d. Tindur, Búri, Ísbúi

Aðferð:

Réttur sem hentar sem matur á smáréttaborð, í veisluna eða með grillmatnum. Ítölsku crespelle pönnukökurnar minna um margt á frönsku crêpes pönnukökurnar en eru ekki sætar. Þessar ítölsku eru rúllaðar upp með osti og henta t.d. vel sem litlir munnbitar með góðum drykk eða sem brauðmeti með mat.

 

Hrærið saman þurrefnum. Brjótið eggin saman við, hellið vatninu með. Hrærið þar til úr verður kekkjalaus blanda. Athugið að deigið á að vera frekar þunnt.

Notið pönnukökupönnu eða aðra góða og slétta pönnu. Hitið hana og smyrjið með örlítilli ólífuolíu. Bakið pönnuköku. Um leið og hver pönnukaka er tilbúin, dreifið yfir hana rifnum osti og rúllið upp.

Berið fram í heilu lagi eða með því að skipta þeim niður í minni bita. Borðið með mat eða notið sem brauðmeti á smáréttaborð.

 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir