Menu
Ekta vínarsnitsel frá grunni og bakaðar perur

Ekta vínarsnitsel frá grunni og bakaðar perur

Með þessum rétti er tilvalið að bera fram bragðbætt smjör. Sjá uppskrift hér.

Innihald

1 skammtar

Snitsel:

kálfakjöt
hveiti
egg
brauðmylsna
hvítlaukskrydd
salt og pipar

Bakaðar perur:

stórar perur
blámygluostur, t.d. Dala Ljótur
góð jómfrúarolía
valhnetur
salt og pipar
smá steinselja, smátt skorin

Skref1

  • Fletjið kálfakjötið út og berjið með hamri.
  • Saltið og piprið.
Skref 1

Skref2

  • Veltið kjötinu upp úr hveiti, svo eggjablöndu og heimagerðri brauðmylsnu eða tilbúinni.
Skref 2

Skref3

  • Svo er að undirbúa perurnar.
  • Fyrst eru þær flysjaðar, skornar í tvennt, síðan velt upp úr góðri jómfrúarolíu og þá sett salt og pipar yfir þær.
  • Kjarninn er fjarlægður og í staðinn komið fyrir góðum bita af blámygluosti.
  • Perurnar eru bakaðar í ofni í 35 mínútur við 180°C hita.
  • Þegar perurnar eru tilbúnar eru þær skreyttar með ristuðum valhnetum og smátt skorinni steinselju.
Skref 3

Skref4

  • Steikið kjötið í smjöri við miðlungshita í 2-3 mínútur á hvorri hlið og setjið í 150°C heitan ofn í 10 mínútur.
  • Berið fram með heimatilbúnu krydd- eða hvítlaukssmjöri að eigin vali.
Skref 4

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson