Menu
Heimatilbúið kryddsmjör

Heimatilbúið kryddsmjör

Fjórar útgáfur af kryddsmjöri sem er ómissandi með grillmatnum.

Þegar búið er að útbúa kryddsmjör er það sett á smjörpappír, vafið inn í pappírinn, þ.e. rúllað upp, lokað fyrir endana og sett í kæli í klukkustund.

Innihald

1 skammtar

Kryddsmjör með ansjósum:

smjör
ansjósuflök, smátt skorin
sítróna, börkur og safi
steinselja, smátt skorin

Hvítlaukssmjör með graslauk:

heill hvítlaukur
skvetta af olíu
salt og pipar
smjör
ferskur graslaukur, smátt skorinn
salt og pipar

Kryddsmjör með chorizo pylsu:

smjör
chorizo pylsa, smátt skorin
chili, kjarnhreinsaður og smátt skorinn
límóna, safinn úr henni
salt og pipar

Kryddsmjör með bernaise:

smjör
gott hvítvínsedik
ferskt fáfnisgras (estragon), saxað
skalottlaukur, smátt skorinn
salt og pipar

Kryddsmjör með ansjósum

  • Ansjósur eru vissulega saltar séu þær borðaðar einar og sér, en sem hluti af öðrum hráefnum leika þær lykilhlutverk í bakgrunninum og lyfta öðru bragði á hærra plan.
  • Takið 150 g af mjúku smjöri og blandið saman við það fimm flökum af smátt skornum ansjósum, berki af hálfri sítrónu, safa úr hálfri sítrónu og tveimur msk. af smátt skorinni steinselju.
  • Saltið og piprið og blandið vandlega saman.

Hvítlaukssmjör með graslauk

  • Setjið heilan hvítlauk ofan á álpappír og hellið smá skvettu af olíu yfir hann, saltið og piprið.
  • Því næst er að vefja álpappírnum utan um og baka í ofni í 45 mínútur við 180 gráður. Þá umbreytist hvítlaukurinn algerlega og hann karmelliserast - skerpan og hvítlaukshitinn hverfur og í staðinn kemur sæta; djúsí hvítlaukssæta.
  • Hrærið 150 g af smjöri saman við öll hvítlauksrifin. Auk tveggja msk. af ferskum graslauk, saltið og piprið.

Kryddsmjör með chorizo pylsu

  • Blandið innihaldsefnum saman.
  • Saltið og piprið.

Kryddsmjör með bernaise

  • Blandið innihaldsefnunum saman.
  • Saltið og piprið.