Menu
Brauðbollu jólatré með Jóla Brie

Brauðbollu jólatré með Jóla Brie

Mjúkar brauðbollur með Jóla Brie í miðjunni er fullkomið að bjóða upp á í jólaboðinu, jólahittingnum eða einfaldlega til að njóta heima með fjölskyldunni á aðventunni. Í þessa uppskrift er ég að sjálfsögðu að nota skyrpizzu deigið sem er svo einfalt, þarf ekkert að hefast bara henda þessu saman og baka. 

Innihald

1 skammtar
hveiti
hreint Ísey skyr
lyftiduft
Jóla Brie
egg til penslunar

Meðlæti

sulta að eigin vali

Skref1

  • Byrjaðu á því að búa til deigið með því að hræra öllu saman nema ostinum.
  • Skiptu deiginu í 30 parta.

Skref2

  • Skerðu ostinn niður í litla bita, fín stærð er 4-5 g því ef ostbitarnir eru mikið stærri þá lekur osturinn út úr bollunum.
  • Ostbiti settur inn í deig og kúla mynduð.
  • Raðaðu kúlunum upp sem jólatré, 7 bollur neðst, svo 6 - 5 - 4 - 3 - 2 - 1 og svo tvær sem stofn.

Skref3

  • Penslaðu bollurnar með eggi og bakaðu jólatréð í 10-12 mínútur við 180°C.
  • Gott að stilla á grillið síðustu 2-3 mínúturnar.
  • Það er mjög gott að strá fersku rósmaríni yfir tréð og skreyta með því ásamt granateplafræjum.
  • Bollurnar eru bestar nýbakaðar og algjörlega himneskar með smá sultu.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 20,8 g - Prótein: 10,3 g - Fita: 5 g - Trefjar: 0,8 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Jólatré með Jóla Brie.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga