Menu
Vorlegur ostabakki

Vorlegur ostabakki

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að föndra saman fallega ostabakka. Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða för en hafa nokkur atriði í huga. Gott er að byrja á að raða skálum, gjarnan á fæti, stærri hlutum og ostunum á bakkann. Skera flesta ostana í handhæga bita og enda svo á að fylla upp með litríkum berjum, sælgæti, salami, kexi og því sem manni dettur í hug. Þessi bakki hentar fullkomlega fyrir vor, páska, fermingar og hvaða tilefni sem er.

Innihald

1 skammtar
Dala hringur
Dala Camembert
Goðdala Feykir
Goðdala Grettir
Stóri Dímon
Hvítlauksostur
Hindber
Jarðarber
Brómber
Gúrkusneiðar
Þunnt sneitt salami
Súkkulaðiegg
Fjölbreytt kex

Aðferð

  • Skerið ostana í fjölbreytta og handhæga bita.
  • Raðið á bakkann ásamt skálum sem þið fyllið með ýmsu góðgæti.
  • Fyllið upp með berjum, sælgæti, gúrku, salami og kexi.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir