Menu
Vöfflur og amerískar pönnukökur og meðlæti

Vöfflur og amerískar pönnukökur og meðlæti

Hér eru virkilega góðar uppskriftir af amerískum pönnukökum og vöfflum sem má mæla með í veisluna sem og hugmyndir af meðlæti og samsetningum.

Innihald

1 skammtar

Vöfflur, innihald:

smjör
vatn
hveiti
lyftiduft
salt
egg
mjólk

Amerískar pönnukökur, innihald:

hveiti
lyftiduft
salt
sykur
egg
súrmjólk
mjólk

Vöfflur

 • Hitið saman smjör og vatn í potti og látið kólna aðeins.
 • Hrærið þurrefnin saman.
 • Hellið vatnsblöndunni saman við þurrefnin, brjótið eggin út í, hrærið aðeins.
 • Þynnið með mjólkinni, það gæti þurft meira af henni, og hrærið þar til úr verður kekkjalaust og mjúkt deig.
 • Athugið að hafa deigið ekki of þunnt.
 • Deigið má gera daginn áður.

Amerískar pönnukökur

 • Hrærið saman þurrefnin.
 • Bætið eggjum og súrmjólk saman við. Hrærið.
 • Þynnið deigið eins og þarf með mjólk.
 • Í staðinn fyrir súrmjólk má nota jógúrt og það kemur mjög gott bragð þegar notuð er karamellujógúrt!
 • Mjólkina þarf að nota til að ná réttri þykkt á deigið.
 • Til að ná pönnukökunum frekar þykkum er betra að hafa deigið ekki voða þunnt.
 • Athugið að deigið má gera daginn áður.

Hugmyndir að meðlæti

 • Reyktur silungur, sýrður rjómi, capers og eggjahræra
 • Steikt beikon
 • Gæðaskinka
 • Góður brauðostur og aðrir ostar
 • Sultur
 • Þeyttur rjómi
 • Grísk jógúrt
 • Jarðarber og bláber, önnur ber
 • Bananasneiðar mýktar í örlitlu smjöri á pönnu
 • Aðrir ávextir
 • Gott hlynsíróp
 • Nutella
 • Hnetusmjör

Samsetningar

 • Silungur, sýrður rjómi, capers og eggjahræra
 • Bananar, bláber og hnetusmjör, jafnvel smá síróp
 • Nutella og jarðarber
 • Ber og smá síróp
 • Sulta og rjómi
 • Ostar og sultur
 • …endalausir möguleikar

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir