Menu
Vöfflur með sírópssmjöri og eplabeikonkurli

Vöfflur með sírópssmjöri og eplabeikonkurli

Frábær og öðruvísi brunch réttur.

Innihald

12 skammtar

Vöfflur

hveiti
lyftiduft
sykur
sjávarsalt
grísk jógúrt frá Gott í matinn
egg
mjólk

Sírópssmjör

smjör
hlynsíróp

Beikonkurl

beikon, skorið í litla bita
rautt epli, skorið í litla bita
valhnetur, saxaðar
hlynsíróp

Skref1

 • Pískið öllu saman sem á að fara í vöfflurnar.
 • Látið standa við stofuhita í 30 mínútur.
 • Bakið í vöfflujárni.

Skref2

 • Bræðið smjörið í mjög stórum potti á háum hita.
 • Það er mjög mikilvægt að nota stóran pott.
 • Hrærið þar til bráðnað.
 • Látið malla þar til það er orðið gullinbrúnt. Tekur um 5 mínútur.
 • Hellið hlynsírópinu yfir. Hrærið á meðan og látið malla í 1 mínútu.
 • Hellið í skál sem þolir hátt hitastig og geymið í kæli í 20-30 mínútur.
 • Setjið smjörið þá í hrærivélaskál eða notið handþeytara og hrærið þar áferðin verður þykk.

Skref3

 • Steikið beikonbitana á pönnu.
 • Bætið síðan eplabitum og valhnetum saman við.
 • Látið malla í 2 mínútur.
 • Hellið þá 2 msk af hlynsírópi yfir og látið malla áfram í 1 mínútu eða svo.
 • Berið síðan fram með vöfflum og sírópssmjöri.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir