Menu
Vöfflur með karamellu

Vöfflur með karamellu

Klassískar vöfflur með silkimjúkri karamellusósu sem bráðnar í munni.

Innihald

1 skammtar
egg
sykur
hveiti
lyftiduft
vanilludropar (má sleppa)
mjólk, sumir setja einn deselítra súrmjólk og minnka þá mjólkina í staðinn.
smjör, brætt

Karamella

rjómi frá Gott í matinn
sykur
smjör, gott að skera í kubba
Maldon salt

Vöfflur

  • Sykur og egg hrært saman.
  • Þurrefnunum bætt út í, mjólkinni og svo er bræddu smjörinu hellt út í ásamt vanilludropunum.
  • Passa að þeyta ekki of lengi því þá geta þær orðið seigar.
  • Borðist með þeyttum rjóma og sultu eða hverju því sem hugurinn girnist.

Karamella

  • Hitið rjómann í potti og bætið sykrinum í.
  • Hrærið þangað til þetta þykknar, bætið þá smjörinu smá saman út í þangað til þetta er orðið silkimjúkt og þá fer saltið að lokum í.
  • Hellið í krukku og kælið.