Menu
Villibráðarsósa með gráðaosti og mysingi

Villibráðarsósa með gráðaosti og mysingi

Sósa sem kætir bragðlaukana og á einstaklega vel við hvers kyns villibráð

Innihald

3 skammtar
Matreiðslurjómi
saxaður rauðlaukur
Gráðaostur
Mysingur
rifsberjasulta
sætt sinnep
svartur pipar
kjötkraftur
sósulitur (val - má sleppa)

Skref1

  • Setjið í pott rauðlauk og rjóma og sjóðið saman.

Skref2

  • Setjið Gráðaost og Mysing í pottinn og hrærið vel saman meðan bráðnar.

Skref3

  • Kryddið að lokum með sætu sinnepi, rifsberjasultu, svörtum pipar og kjötkrafti.

Skref4

  • Settu að síðustu örlítið af brúnum sósulit ef þú vilt dekkja litinn á sósunni.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson